Jæja, nú er getur maður loksins farið að skríða heim í holuna sína....juuuu...ég heyri alveg hvernig náttfötin, sængin, sjónvarpið og naslið kallar á mig.....úfffff...átti víst að vera að fara í bíó með vinnufélögunum á "Starsky & Hutch" en þar sem að myndin á að byrja eftir hálftíma og ég er enn niðrí vinnu held ég að ég sé komin með nóg í bili....
Já, túristar eru yndislega-fallega-heimsk-skemmtilega frekt fyrirbæri...aftur var mín eitthvað að sniglast niðrá hinum svokallaða "Palli" í vinnunni í dag....ég er bara að sinna mínu, eitthvað að færa til túristabækur...bara að vinna vinnuna mína þegar ég heyri...
Eiginm.-*SPLOINK (gengið með miklum látum á STÓRAN glugga við hliðiná (gler)rennihurðinni)
EM-"ouch, damn...the/this door´s not working.....
Eiginkona-"(ótrúlega lítil og nett amerísk kona - með MIKIÐ blásið hár)..but darling, that´s not the door...the door´s over there...
EM-"yes it is, and it´s not working...this is dangerous, they should get it fixed....This would NEVER happen back home....
Mig langaði helst að deyja þarna á staðnum...hélt ég yrði ekki eldri....hvað myndi aldrei gerast "back home"...að hann myndi aldrei labba á glerglugga sem er 10m x 10m (eða eitthvað fáranlega stórt) eða þá að glugginn myndi breytast í rennihurð og opnast fyrir honum....úfffff.....fegin að vera ekki í henni ameríkunni núna, hann myndi bókað fara í mál við Pennann og VINNA.....eftir það yrði skilda að líma svona fáránleg "warning" límmiða út um alla glugga.....do not eat the glass...do not put into microwafe...do not try to walk into....etc...úffffffffff.......yndislega heimsk dýr (sumir notabene) þessir túristar..
En jæja nú ætla ég að hoppa yfir á Brennsluna, fá mér einn GÓÐAN kaffi með kanski örlitlu Toffyslurk og skríða svo heim....
Já krakkar mínir alltaf lærir maður og sér maður eitthvað nýtt á hverjum degi...
boðskapur þessarar sögu var enginn nema kanski...."hamstrar eru líka dýr..."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli