20 mars 2004

..sumarið komið og broddgeltir út um allt..?!!?

Úff...það er brjáluð stemning á Austurvöllum núna...fólk með gítar og bjór í öllum hornum...bara gaman...ég er reyndar að vinna en með þeim öllum í anda...Jú sólin skín og það er pínu heitt en ekki neitt svona úber hiti í gangi...fólki svipar pínu til broddgalta í dag...allir alveg ótrúlega sessý í stuttermabolum, hlírabolum, pilsum...æi þið vitið sumarklæðin...málið er bara að það er nógu kalt til að láta ÖLL hárin á líkamanum rísa/standa út í loftið...fyndið að horfa á fólkið að reyna að halda kúlinu, skjálfandi með útstandandi líkamshár og stinnar geirvörtur út um allt...thíhíhí..

Engin ummæli: