12 mars 2008

....forðast fréttir nema af Chuck Norris auðvitað...


Hef alltaf verið svona frekar mikill fréttafíkill - nema hva, held ég sé komin með uppí kok - hef verið að standa mig að því að forðast það að heyra þær og sjá...
Ég man ekki hvenær ég heyrði eða sá seinast "góða" frétt....eina sem situr eftir eru fréttir af hækkandi olíuverði, hópnauðgunum, kynþáttahatri/rasisma, sjálfsmorðsárásir, útlendingahatri og fjöldamorðum hinum megin hafs...æi ég veit það ekki.....
Auðvitað er gott og hollt að vita af öllu þvi sem er að gerast í kringum okkur og allt það...það eru ekki allir sem að hafa það jafn "gott" og við, ég veit það ....en kommon..er ekki hægt að grafa upp eina og eina góða eða glaðværa frétt - bara svona annarslagið? Eða er verið að reyna að segja mér að ekkert gott sé að gerast hér eða allt í kring??

Annars er það í fréttum auðvitað að erfinginn varð 5 ára á sunnudaginn - mikil hamskipti og breytingar þar á ferð - hún er nú samt ekki á því og fannst pabbi sinn frekar "sérstakur" að halda að hún hefði stækkað eitthvað yfir nóttina s.s. aðfaranótt sunnudags *heh*.
Mesta spennan um þessar mundir hjá henni er "lausa tönnin" og norðanferðin sem er næstu viku, jú og gleymum ekki sumarfríinu sem er á næææææsta leiti að hennar mati...."I wish" - fer ekki í sumarfrí fyrr en alveg í byrjun ágúst...hmmm, en mikið rosalega hlakka ég til!!
Nú er bara eitt barnaafmæli eftir í kotinu þetta árið (í lok maí...) , fínnt að hafa hin 2 svona hlið við hlið...og svo bara afmælishvíld þar til feb/mars á næsta ári....jösssssss :)

Hrönnsan mín og Kirsuberið áttu að sjálfsögðu afmæli líka á sunnudaginn og "til hamingju" með það stelpur....ein held ég að hafi haldið uppá það í fangi arnarins síns í 101 Reykjavík á meðan hin gerði það á vindsæng, í heitu hafinu á sólarströnd.......tjaaaa - næstum eins - áttu allavegana allar 3 afmæli og vona bara að dagurinn hafi runnið ljúflega niður hjá ykkur stelpur mínar!!

- Þar sem Chuck Norris "the man" varð 68 ára á mánudaginn 10 mars, er ekkert annað í stöðunni en að óska honum til hamingju með "áfangann" - myndi að sjálfsögðu hringja í kappann, ef hann væri ekki sífellt að skifta um símanúmer....ef hann Norri er ekki roooosalegur þá veit ég ekki hvað....*heh*

...annars er ég rokin - þarf á fund...langaði bara að kasta í ykkur nokkrum línum...pínu af skyldurækni kanski líka þar sem því var fleygt í mig að ég væri svo leiðinleg af því ég blogga ekki eða sjaldan....ekki lætur maður kalla sig leiðinlega, eða hvað?

- Var ég búin að segja ykkur frá "gullinu" sem ég fékk frá manninum??
- Vissuði að ég er aðeins ástfangnari í dag en ég var í gær??
- Mig dreymir um að eignast míns eigins ísvél....

bæjós..

Engin ummæli: