14 mars 2008

...matreiðslufötlun og ilmvatnsóverdós...


Jebbsí - ég viðurkenni það, ég er matreiðslufötluð þessa dagana...
...ég hef unun af því að elda, finnst alveg ofsalega gaman að elda (og baka *úff* ) og þá sérstaklega fyrir fólk sem ég veit að hefur gaman af því og þorir að prufa eitthvað nýtt....æi ég veit það ekki það er bara eitthvað skemmtilegt, ævintýralegt og spennandi við það....og finnst að sjálfsögðu jafn ef ekki meira spennandi og æðislegt ef eldað er fyrir mig - segi það ekki....því mér þykir sjálfri skemmtilegra að borða mat sem e-h annar hefur eldað...
Við mæðgur (ég og múttan mín s.s.) vorum alltaf alveg ótrúlega duglegar við að hafa "tilraunaeldhús" á föstudögum...frábær hefð sem ég hélt svo sjálf í með snúlluna mína....nema hvað - ég veit ekki ....einsog með blómaholdsveikisskyndidauðann á heimilinu um daginn (það virðist nú samt vera að lagast..!!) - þá hefur lagst yfir mig einhver matreiðslufötlun...mér dettur ekkert sniðugt í hug að elda, mig langar ekkert sérstaklega til að elda og ég er hætt að geta staðið svo tímunum saman og horft inní kryddhillurnar í matvörubúðunum og bara látið mig dreyma um skemmtilega og spennandi samsetningu...
Þetta hefur "böggað" mig alveg hryllilega - ss að ég hef ekki verið í "eldunarstuði"....eeeen ég er samt ekki frá því að þetta sé að skríða tilbaka því að nú er mig farið að dreyma það á nóttunni að ég er bakari eða matreiðslumaður á e-h fínu veitingahúsi...það hlýtur að vera svona "draumur/skref í rétta átt"....
Ég er líka búin að vera að hugsa um það núna í 4 daga að mig langi svo að baka skinkuhorn....fyrir einhverjum árum datt ég svona niður í eldunaráráttunni en kom svo tilbaka og bara gat ekki hætt að elda fiskirétti og baka brauðbollur og pizzasnúða í hinum ýmsustu útfærslum......átti alveg heilu bílfarmana og tróð þessu uppá alla sem á vegi mínum urðu *heh*..
Var svona að velta því fyrir mér hvað yrði fyrir valinu núna - greinilega skinkuhorn...koma sterk inn.....og og og hvað?

Annars, konurnar hérna í vinnunni eru alveg að miiiiiissssssa sig á einverjum snyrtivöruheildsölumarkaði hérna við hliðiná koma með útsprungna poka tilbaka *heh* og angandi einsog ég veit ekki hvað...ýmindið ykkur 100 konur í 60 m2 - allar að prufa mismunandi ilmvötn og krem....ég hélt það út þarna inni í 7 mínútur..og kom út með 3 pör af náttfötum handa erfingjunum...og mæli ekki með að þið farið þarna...*heh*
Flestar kellurnar voru svo séðar og hugulsamar að kaupa ilm handa mönnunum sínum og sonum .... og nú er ég með massa samviskubit....en held að ég sleppi þar sem að ég hef lúmskan grun um að "kallinn" minn hafi fæðst með þetta ilmvatnsglas í hendinni og ekki alveg tilbúinn að sleppa....hefði samt ekki sakað að prufa....*hmm*

Jæja...fiski og húsflugurnar eru farnar heldur betur að gera vart við sig....ég elska það...það er svo summery eitthvað....
Á svona dögum vildi ég óska að ég væri kjólatýpan....myndi þá fara heim í sumarkjól og ísleiðangur....í gluggaveðrinu...

Góða helgi litlu lömb...hafið það sem allra allra best...og ekki eða jú borðið yfir ykkur í fermingarveislunum um helgina!!

Engin ummæli: