05 mars 2008

..Hnetan - Clapton - Lakkrísreimar...


Við gamla fólkið skelltum okkur í 10.10 bíó í fyrrakvöld, á myndina Brúðguminn - sem er ekki frásögufærandi nema hvað að 10.10 bíó er orðið of seint fyrir mig það er nokkuð ljóst og það voru ekki til, ég endurtek EKKI til fylltar lakkrísreimar - hvað er það?
Það er jafn fáránlegt og Steigrímur J. með sítt hár - grjónagrautur án kanelsykurs - Jónína B. án stólpípunnar - popp án saltsins - páskar án páskaeggja......alveg fááááránleg hugmynd og ég verð örugglega lengi að jafna mig á þessu....


Annars var myndin bara ljúf og fín - alveg svona "ekta" íslensk en þó með eitthvað nýtt yfir sér sem að kom skemmtilega á óvart.......Ilmur, Ólafur Darri og Þröstur eru náttúrulega bara snillingar með meiru....hver er svo þessi Laufey - hlakka til að sjá meira með henni !?!?!
Æi hvað get ég sagt.....myndi var einsog vel út látin máltíð - gott lambalæri með öllu tilheyrandi, gulum/grænum baunum, sultu, rauðkáli, sykruðum kartöflum etc.....eeeeen það vantaði sósuna...myndin var fyndin, vel tekin og leikin, skemmtileg eeeen það vantaði samt sósuna....lærið er ekki fullkomið ef að brúnu sósuna vantar!

Eric Clapton miðarnir voru keyptir í gær - maður loggaði sig samviskusamlega inná midi.is klukkan 09:59 og mínútan var heila eilífð að líða - djö hvað ég var og er spennt...ég hlakka svo til núna, það verður erfitt að bíða fram í ágúst...en það er alltaf svo gaman að hlakka til einhvers...

Annars bara allt hið ljúfasta að frétta, hamsturinn er að fara á sölu - það verður skrítið að sleppa takið af litlu hnetunni sinni - hamsturinn/hnetan var og er svona ákveðin áminning fyrir mig og var keypt á mjööööög sérstökum tímapunkti í mínu lífi...
Erfinginn að koma yfir heiðar í dag ef að heilsan þar á bæ er orðin góð....Æsan orðin þrítug - mikil gleði á laugardaginn af því tilefni, Doña Anna Þrúður kemur í bæinn á morgunn eftir laaaanga fjarveru, Hrönnsan farin til Las Palmas og lífið er bara ljúft...

Engin ummæli: