16 apríl 2008

...laumufarþeginn - hnetan - erfinginn - baunin - kúlubúinn...

...gesturinn - kraftaverkið - bumbubúinn - Chuck Norrisinn Jr. - og hýsillinn ég!
Já fljótt flýgur fiskisagan, sem er bara gott þar sem ég stend mig ekki og hef aldrei gert í tilkynningarskyldunni - er meira fyrir að svona lagað spyrjist bara út (þegar að tíminn er réttur)....
Það er ss lítill erfingi á leiðinni í kotið og er hann/hún væntanleg í október á þessu ári...jábbs - það verður kátt á hjalla þegar að tærnar verða 60 hér í kotinu :)
Ég hlakka svooo til!

Mér var tjáð það fyrir mörgum árum síðan að ég ætti að öllum líkindum ekki eftir að getað eignast börn, eða það væru mjög litlar líkur á - jújú maður tekur þannig fréttum eins vel og maður getur og lærir að "sætta sig við" (eins vel og unglinsstúlka á gelgjunni getur)... ekki það að maður sé eða verði nokkurntíman sáttur við að heyra svona! En þetta er náttúrulega bara einsog með allt annað, maður vinnur með það sem að maður hefur í höndunum og gerir það besta úr lífinu....
Mér er það bara nokkuð ljóst að sumt á að gerast - á að verða.......og ég verð nú bara að segja ..."drottinn minn djöfull er ég fegin" að svo sé...
Ég er heppin - ég geri mér fullkomlega grein fyrir því, ég er og verð ævinlega þakklát fyrir það - geri mér grein fyrir því að "þarna úti" eru margar konur og menn sem fá þessar sömu fréttir og eru ekki jafn heppin...

Þegar að ég var tvítug var ég sko búin að finna út allar mögulegar leiðir til að verða foreldri - hvort sem um ættleiðingar, ísetningar, frjógvanir....(og hvað þetta heitir nú allt) væri að ræða...ég ætlaði mér að eiga stóra fjölskyldu - helst 11 litla ljóshærða stráka (spurning um nafn á fótboltaliðið)..
Nú er ég 28 ára, á eina 5 ára fegurðardís sem sannaði það fyrir mér að það er "víst" hægt að elska skilyrðislaust - og það er undursamleg tilfinning!
Ég á yndislegan og fallegan mann sem fær hjartað mitt til að taka "auka kipp" bara við það að hugsa til hans....
Ég er svo rík því ég "á" líka tvö fallegustu stjúpbörn í heimi, meiri perlur og fallegri "litlar manneskjur" hef ég sjaldan kynnst....og ég nýt þess að kynnast þeim betur og betur með hverjum deginum sem líður...
Ég á yndislegustu fjölskyldu í öllum heiminum - bestu, hjartahlýjustu og fallegustu vinina...

....Já einsog ég sagði - ég er heppin - ég veit það - og ég er svo þakklát!
....Ég er ólétt, mjúk, meyr, þreytt, hamingjusöm, ástfangin, þakklát, með hormónabólur, spennt og það má !!
...Draumarnir verða stundum að veruleika og ég er löööööngu búin að vinna stóra vinninginn í lottó - ég er moldrík og verð ríkari hvernig sem á það er litið :)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju skvísí!!!
spennó - færðu krílið etv í afmælisgjöf *haha*

Svetly sagði...

Gracias...já ef að það tekur ekki "önnu þrúði" á þetta og lætur bíða eftir sér í 3 vikur *heh* :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með bumbulíus :o)

Dilja sagði...

Innilega til hamingju með þetta elsku Urður!
Vá ég fékk alveg gæsahúð og kökk við að lesa þetta. Eins og svo oft áður þegar ég les bloggið þitt.
Hlakka til að sjá þig og *klappaábumbunaogsegjaaaawwwh*

BJÖRG sagði...

Til hamingju með bumbubúann :* Hafðu það gott :)
björg frænka