24 nóvember 2006

Philippe Noiret


...ég man það einsog það hafi gerst í gær þegar að ég sá myndina Cinema Paradiso - held að þetta sé fyrsta myndin sem að ég hef sem hefur skilið eitthvað eftir sig...
Í dag hef ég horft á hana svona 8-10 sinnum og mér finnst hún alltaf jafn yndisleg, hún eldist svo vel..kanski er það ég sem eldist ekki - mér líður alltaf einsog í fyrsta skiftið sem að ég sá hana, það má líka vera ða ykkur finnist hún ekkert sérstök en það er einhver strengur milli mín og myndarinnar...milli mín og Alfredo (Philippe Noiret) eins af leikurunum.
Las það inná mbl að hann er dáinn og mér líður skringilega - sumt fólk finnst mér að eigi að vera eilíft....Kvöldið í kvöld fer í að horfa á myndina aftur, vera auðmjúk og kanski fattar maður að ekkert er eilíft....
Ef að þið hafið ekki séð þessa mynd mæli ég hikstalaust með henni - hún er falleg og ljúf.

2 ummæli:

Hrönn Sigurðardóttir sagði...

Ég hef heyrt um þessa mynd, oft en aldrei séð hana, áttu hana sæta mín?

Svetly sagði...

..átti hana - lánaði hana - fékk hana aldrei til baka...annars hefði ég lánað þér hana með glöðu !! ;)