07 nóvember 2006

..bara að minna á...


..að síðasti dagurinn til að skila inn skókassanum er á laugardaginn kemur (11. nóv)..það þarf stundum ekki mikið til að gleðja lítil hjörtu - eða bara aðra yfir höfuð..og bónusinn er kanski að manni líður svo vel á eftir, eða mér í það minsta...

Hvað eru jól í skókassa?

Verkefnið jól í skókassa felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að setja nokkra hluti, eins og ritföng, vettlinga, sokka, hreinlætisvörur, leikföng og sælgæti í skókassa. Kassanum er síðan pakkað inn í jólapappír og útdeilt til þurfandi barna víðsvegar um heiminn. Þannig viljum við mæta þörfum fólks sem eru fórnarlömb stríðs, fátæktar, náttúruhamfara og sjúkdóma með það að markmiði að sýna kærleika í verki.

Hvert fara skókassarnir?

Í ár, líkt og í fyrra, hefur verið ákveðið að íslensku skókassarnir verði sendir til Úkraínu. Í Úkraínu búa um 50 milljónir manna. Atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið. Á því svæði þar sem jólagjöfunum verður dreift er allt að 80% atvinnuleysi og þar ríkir mikil örbirgð. Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

Engin ummæli: