08 nóvember 2006

...að búast við því versta....fá það besta....


Af hverju ætli það sé að maður býst ALLTAF við því versta eða ......og hvað er það fyrsta sem að poppar uppí hausinn á manni þegar að....

Ég er búin að vera í flækju *úff*...Nú er betri helmingurinn búsettur í s-ameríku og hafa verið miklar óeyrðir á því svæði sem að hann hefur verið að vinna (síðasta mánuð)...hann er vanur að senda mér svona skriljónogtvö sms/e-mail á dag og hringja alltaf að morgni dags og kvöldlagi...
- stuttu máli - það eru 16 dagar síðan ég hef heyrt frá honum og ég verð að viðurkenna að ég hef verið á barmi taugaáfalls síðstu vikuna og hugsanirnar og hugmyndirnar í litla kollinum mínum hafa alveg verið að drekkja mér og ég er ekki frá því að magasár sé farið a myndast í bumbunni....það er svo skrítið þegar að maður skynjar eða bara veit að það er eitthvað að...eitthvað ekki einsog það á að vera...
...fyrstu 4-5 dagarnir voru allt í lagi, stundum stendur nú bara þannig á og ég var nú ekki mikið að stressa mig á þessi, dagur 10 og til dagsins í dag hafa verið nær óbærinlegir....Hefurðu einhverntíman verið svo áhyggjufull(ur) að þú hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að vera, gera eða segja????
Ég hef verið svo dugleg síðustu daga að nýta mér netmiðla, lesa mig til um ástandið á þessu svæði, maður les um hvert dauðsfallið á fætur öðru og vooooonar að það sé ekki "minn maður" - ég varð enn kræfari/ákveðnari/hræddari síðustu daga og hef mikið reynt að hringja í alla mögulega síma og senda e-mail á alla sem ég veit að gætu mögulega verið með e-h svör handa mér og EKKERT...
Það var ekki fyrr en fyrir um klukkutíma að ég fékk símtal frá "tengdó" sem sagði mér að litla dýrið (kallinn ss) hefði lennt í slysi, haldið sofandi í 4 daga, er að skríða saman og ég heyri frá honum í kvöld....
Fyrstu viðbrögð mín voru ekki ánægja með að heyra að hann væri á lífi og syngja eitthvað "happysong" heldur varð ég reið út í hana fyrir að hafa ekki hringt í mig STRAX og segja mér frá þessu...ég var bara virkilega virkilega reið og hreinlega skammaði greyið - ekki líkt mér......
..Sat svo eftir þetta símtal í e-h geðshræringu, starði bara út í loftið og áttaði mig á því hversu dónaleg ég var að skamma greyið konuna, sem er sjálf búin að vera í sjokki síðustu daga og örugglega að reyna að halda lífinu saman.....ég tildæmis veit að það sem ég hræðist mest í þessu lífi er að missa dóttur mína þannig að ég ætti nú að geta gert mér í hugarlund hvernig henni hefur liðið að hafa næstum misst son sinn......ég skammast mín!
Af hverju varð ég reið......ég meina ég er búin að bíða eftir fréttum og lífsmarki - ég fékk þær fréttir sem að ég vonaðist eftir og ég varð REIÐ - af hverju, ég skil ekki.....ætli þetta séu ekki svona einhverskonar reiði-sjokk-hræðsu viðbrögð.....?
Núna sit ég og hugsa - 16 dagar, það er nú ekki langur tími - djöfull hefurðu verið nojuð kona......en þessir 16 dagar voru heil eilífð að líða...trúið mér!
...ég er komin aftur á jörðina, hlakka til að SOFA í kvöld og held ég sé lent á e-h happyskýji og er farin að raula jólalög.....svona er geðveikin jafn fljót að fara og hún er að koma.....lífið er flókið fyrirbæri, fullt af hindrunum sem við þurfum að fara yfir...en á móti kemur allt það fallega líka og þetta í bland er það sem gerir lífið svo yndislegt......

...kveð ykkur að sinni....

1 ummæli:

Svetly sagði...

- takk fallegust TAKK!
- jábbs þú mátt sækja skæruliðann bráðum, eða þegar hún kemur frá Akey... ;)