
Um daginn sat ég heima við tölvuna að reyna að finna mér efni í sálfræðiritgerð sem er í smíðum....
Ég notaðist einsog svo oft áður við Google - sem leiddi mig í hálfgerðar ógöngur, aldei þessu vant EN sem betur fer því ég datt þá inná síðu hjá íslenskri stúlku, búsetri í Danmörku, jújú augun læstust í síðunni, las hana aðeins niður og fannst ég kannast eitthvað við nöfnin og fólkið í færslunni - gat verið.... þessi skvísa sem þarna párar er frænka mín, fólkið og nöfnin sem ég kannaðist svona við eru að sjálfsögðu frænka mín, maðurinn hennar (og erfingjarnir tveir)...
Ég að sjálfsögðu festist aaalgjörlega inná síðunni hennar og datt inná tenglana og þá kom í ljós að fleira frændfólk er með heimasíður - sem ég ekki vissi um (ekki það að ég hafi nokkurntíman asnast til að spyrja......)
Að þessu leiti er internetið frábært fyrirbæri...ég er að sjálfsögðu rosalega "up2date" í þeirra lífi núna, veit allt um þau sem að þau vilja að netheimar vita og það er nú bara helmingi meir en ég vissi áður og það gleður mitt litla hjarta að getað fylgst með og séð myndir af frændum og frænkum hér og þar um heiminn - blómstra og gera sína hluti...bara gott mál.
Hin hliðin á málinu er þessi að ég rakst á "gamlan kunningja" um daginn - spjallaði eilítið við hann og leiðir skildu, gleymdi að grafast fyrir um fréttir af systur viðkomandi - fá símann hjá henni og annað, datt í hug að spyrja Google frænda og vitir menn eftir 15 mínútna sundsprett á netinu veit ég nær allt um systur viðkomandi, hvar hún kyntist núverandi manni sínum, hvenær þau sóttu um lóð, hvar þau fengu afhent og hvernig gengur með smíðin, hvernig sólpallurinn átti að vera, varð ekki og er núna, hvenær hún hætti með fyrrverandi kærastanum sínum og af hverju.....æi - og þetta veit ég gegnum síður hjá fólki sem ég veit ekki neitt hverjir eru, nefndu hana bara á nafn Googli tengdi við leytina mína og ég fór og skoðaði....finnst það óþæginlegt......
Veit ekki hvað það er, finnst óþæginlegt að lesa síður fólks ef þær eru ekki um þau sjálf.....mér finnst gaman að lesa síður þar sem fólk er að segja frá sjálfu sér, skoðunum sínum, draumum.....etc....en einsog þessar síður sem ég rakst á þá innuhéldu þær meir af upplýsingum um aðra en "síðueigandann" sjálfan og mér þótti það óþæginlegt - skiljiði eitthvað hvað ég er að fara?? Þetta er einsog með myndaalbúm á netinu, hjá fólki sem að ég þekki ekki - get ekki skoðað þær, finnst ég vera að hnýsast - veit að fólk myndi ekki setja þetta á netið ef ekki mætti skoða það en æi ég veit það ekki - líður einsog ég sé að fara yfir eitthvað strik eða jafnvel komin inní stofu til fólks.....óboðin....
Skrítin tilfinning - kanski eitthvað bull í mér ... en svona er það bara.....
Ég er á einhvern hátt sjúklega háð netinu en á sama tíma hræðir það mig....svo margt fróðlegt hægt að finna og fræðast en svo margt sem maður ætti aldrei að vita....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli