..úff..er voðalega vön að hoppa yfir á Kaffibrennsluna í hádeginu og fá mér einn stóran latte, lesa moggann og svona bara skoða fólkið - enda alltaf einhver sem að maður þekkir þar og aldrei hætta á að eyða hádegishléinu sínu einn og yfirgefin....er ekki frá því að lagið úr Staupasteini hljómi líka þegar að ég geng inn *glott*...en ó well, í dag brá ég út af vananum og skellti mér á annað ónefnt kaffihús, ætlaði nefnilega að nota hádegið til ýmissa skrifa og hringinga og svoleiðis stúss og vildi helst ekki vera trufluð mikið eða þið skiljið.....og á þetta kaffihús held ég að ég fari bara aldrei aftur, alveg með eindæmum lééééleg þjónusta, voooont kaffi og bara allt mjög svo "mis"...tók mig korter að fá þjónustu, samt bara 3 manneskjur þarna inni að meðtaldri þjónustupíunni sem var svo upptekin að segja vinkonu/vini sínum frá afdrifum helgarinnar í símann að hún mátti ekki vera að því að afgreiða..well hún kom og tók niður pöntunina, þessa líka flóknu kaffipöntun og mér leið einsog ég hefði verið að byðja hana um gefa mér nýra eða annan fótlegginn.....maður sat bara með hálfgert samviskubit að hafa beðið hana um eitthvað....well svo kom hún 10 mínútum síðar með kallt og brennt latte......"gjössovel".......úfffffff......á endanum skammaði einn maður stúlkukindina sem að stóð bara og ranghvolfdi augunum......held að hún ætti bara að fara út í stöðumælavarðabrannsann.....
...ég þakkaði henni pennt fyrir að hafa "gefið sér tíma" til að afgreiða mig og lét það fylgja með að kaffið hefði verið hræðilegt....
...vá ég sem hef aldrei kvartað á matsölustað, nema jú einu sinni þegar að það voru glerbrot í samlokunni minni.....well stúlkan kom út á eftir mér..."þú þarft ekkert að borga fyrir kaffið ef að það var svona vont".....
heh, já svona fór nú hádegið mitt....alltaf gaman að þessu, elska fólk held ég bara :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli