..Jæja lömbin mín, vona að þið hafið nú haft það gott. Helgin mín var svona líka ljómandi fín, maður var bara á rólegu nótunum og greip í ömmugenin á sunnudaginn, bakaði vöfflur og gerði heitt "ekta" kakó..yndislegur ilmur í kotinu.
Síðustu 2 dagar eru nú bara búnir að vera hinir venjulegustu rútínudagar held ég, hef reyndar verið í talningum - gott að losna úr litlu skrifstofu kompunni sinni og gera eitthvað allt allt annað, aðeins svona að hrista uppí þessu öllu saman.
Nú er mín kona bara að tapa sér í útsölubókunum, er að verða komin með ágætissafn af ólesnum og spennandi bókum - ætti að vera vel sett til næstu jóla held ég.....já, alltaf bókajól hjá mér - allt árið bara *bros*
Annars þarf maður að passa sig, skilja smá tíma eftir fyrir skólann sem er kominn á fullt aftur, úff - erfitt að rífa sig upp eftir jólafrí, litla baunin mín er ennþá í jólafríi held ég .. ekkert að komast í gang....
ó, well...bið bara að heilsa ykkur í bili.....túddílú
Engin ummæli:
Skrifa ummæli