02 febrúar 2005

..ömmuhvað..

Einhverstaðar var ég að lesa og heyra að ömmunærbuxur og kvenboxerar væru "inn" og g-strengurinn "út" ... er það málið ?? Er Bridget nokkur Jones alveg búin að slá í gegn með þetta allt saman - æi finnst þetta svo fyndið eitthvað. Vissi reyndar ekki að nærföt ættu svona "tískubylgjur" einsog venjuleg föt en ó well það er bara gaman að þessu .... Sloggy eru bara að gera góða hluti þessa dagana og verði þeim að góðu, held ég þurfi að melta þetta aðeins lengur ....

Engin ummæli: