.....úfff, erfinginn farin að vakna klukkan 6 á morgnanna - ekki alveg að ná að stilla mína lífsklukku inná það...en það er allt að koma....er annað hægt þegar að maður er farin að leira og kubba um hálf 7 á morgnanna, held ekki...
Idolið í gær var æði, úfff - fólk er að fara aftur og aftur og aftur...sama hversu mikið blessaðir dómararnir rakka þau niður eða einfaldlega segja að þau geti ekki sungið, vantar ekki viljann hjá Kananum að verða "frægur"...
...í spilun hjá mér þessa dagana eru þeir félagar Lemar og Daniel Bedingfield, veit ekki alveg hvað er að koma yfir mig í músíkinni...en það er bara ok, fínir og mjúkir kallar þeir Danni og Lemmi...hef séð hvorugan (myndbönd eða svoleiðis...) en samt dreymdi mig þessa mögnuðu tónleika með þeim í nótt og skemmti mér svona líka konunglega, var alveg þreytt í fótunum þegar að ég vaknaði því að ég hafði staðið á tónleikunum og er ekki frá því að þeir hafi verið margir klukkutímar...heh
Draumar eru frábært fyrirbæri, hefur ykkur ekki einhverntíman dreymt að þið séuð kanski stödd einhverstaðar t.d. Barcelona eða eitthvað en samt eru allar göturnar bara einsog hérna heima eða þið eruð í húsinu ykkar en samt er það kanski á Bahamas....æi skiljiði...Tónleikarnir sem að ég var á í nótt voru t.d. haldnir á brjáluðu steidíum einhverstaðar í útlöndum en samt var það bara gamla góða "höllin"...hvar væri maður án ævintýranna sem að maður lendir í á nóttunni....
Wellý, best að fá sér ábót á kaffið og fletta mogganum sínum....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli