...úff, hvernig gat maður farið að án adsl og þráðlauss internets...heh, ó well hvernig gat maður farið af án svo margs annars...bílprófss, gms.....og svo margs annars sem að að maður verður að eiga í dag til að "vera maður með mönnum" .... Held ég hafi farið hamförum þegar að ég varð þráðlaus í kotinu, lá við að ég leggðist á gólfið inná baði bara til að "nýta" þráðlausa netið *glott*...
Erfinginn komin í sína rútínu, vaknar klukkan 6 .... gaf mér alveg 3 góða daga og við sváfum bara út - eða til 7 .... æi samt voða ljúft. Hef alveg séð það að fólkið í húsinu er alveg í rútínu líka....fjölskyldan við hliðiná fer í sturtu í 3 hollum, rífst yfir blaðinu og rífst ef að það er ekki komið...hundurinn er sá eini sem að sefur af sér lætin í þeim....þau fá sér alltaf eitthvað framandi te á morgnanna eða eitthvað svona "soð" og ilmurinn af því er alveg brilljant - er að spá í að banka uppá einhvern morguninn og biðja um bolla, veit að ég verð að fá að smakka þetta ... þau eru frá Tíbet held ég og það eru mjög framandi matarilmar sem að leggjast yfir höllina á hverjum degi....
Svo er það 5 manna fjölskylda sem að býr fyrir ofan, úff....þau eru æði.....húsbóndinn vaknar alltaf á sama tíma og við...les blaðið sitt, fer í sturtu og fær sér bolla...fer síðan á línuna og vekur....Freyjan er svo öllu úrillari og þrammar um gólfin og rekur grísina á lappir svona endanlega þar sem að bóndinn er stungin af 7 á hverjum morgni....Freyjan er í því að sækja yngsta skæruliðann út á plan þar sem að hann nennir þessu ekki og vill helst fara í leikskólann bara á náttfötunum eða bleyjunni og er mikið fyrir það að standa í dyragættinni og garga "úúúúútttttttttttttttttt mammaaaaaaaa komaaaaaaaaa" og ég heyri bara elstu stelpuna segja "dísus, dísus, dísussssss" hehe....jáms - mætti stundum halda að við lifum í einhverju svona handriti því að hver dagur byrjar næstum eins þessa dagana ...
En ó well........góðan daginn...vona að þið verðið ljúf við hann...eða hann við ykkur!!
Ó, í gær var formlegt "skrifstofupartý" í vinnunni minni þar sem að nýja málningin, dparketið og mublurnar voru vígðar....jeij...loksins..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli