....sjæs...yndi-yndi-yndisleg helgi búin, hefði alveg verið til í að hafa hana einum degi lengur, en samt ekki....öll plön stóðust og ég er bara ótrúlega sátt við það...fékk reyndar bara að kíkja í kortið við pakkann en það hlýtur að fara að koma að því að ég megi eða geti opnað hann....
Var vrosa myndarleg og bakaði bollur í gær fyrir daginn í dag - eiga mæður ekki að gera svoleiðis hmmm? Var nú samt alveg að spá í það að kaupa bara nokkrar í dag, en maður lét sig hafa það og gerði þetta bara sjálfur og það var bara svaðalega gaman ...sumar (fyrsta platan eheh) frekar afbakaðar og líta svolítið út einsog djúpsteiktur heili á disk...en með smá súkkó/glassúr, sultu og rjóma.....voilá...ljúffengt..
Annars er bara ný vika byrjuð sem að leggst alveg ótrúlega vel í mig...framkvæmdir á skrifstofunni ganga eitthvað aðeins of hægt fyrir sig að mínu mati...langar svolítið að fara að komast aftur inn úr búð....en ó well....hef bara gaman að þessu og set upp sparíbrosið..
..óska ykkur öllum gleðilegs mánudags...og vona að helgin hafi verið ljúf og góð...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli