15 febrúar 2005
..rauð augu...pínu af hér og pínu af þar...
..innum lúguna hjá okkur mæðgum hoppaði lítið bréf um daginn sem er svosem ekki frásögufærandi - alltaf gaman að fá bréf ! Með bréfinu sem að var rosalega skemmtilegt btw fylgdu myndir af viðkomandi, fjölskyldunni, heimilisdýrinu og eitthvað svona - alveg slatti af myndum...ótrúlega gaman...en hmmm....ég gat ekki betur séð en megnið af þeim hafi verið Photoshopaðar...að taka út rauð augu og eitthvað svona finnst mér nú bara allt í lagi en að fara að breyta og bæta fjölskyldumyndirnar finnst mér eitthvað "mis".....Finnst nú reyndar þetta photoshop æði alveg komið út í öfgar í tímaritum, plötuumslögum og bara allt...úff, það er einhvernveginn ekkert "ekta" lengur - er það málið?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli