Ákvað nú samt að kíkja hérna við og láta vita að maður er enn á lífi og svona og allt í blóma hjá okkur mæðgum.
Helgin síðasta var mjög svo áhugaverð að mörgu leyti..komst og kynntist ævagömlum vinum mínum uppá nýtt - sem er svo gaman...elska að kynnast fólki sem ég taldi mig þekkja nokkuð vel bara meir og meir, eitthvað svo spennadi.
Fór í afmæli til fagurra kvenna (Kollunar og Evunar), það var haldið á "gamla Hvítakoti (sem var náttúrulega barn síns tíma fyrir okkur sum eheheh *blikk*), maður var bara bílandi einsog venjulega en skemmti mér alveg stórkostlega vel. Sumir drukku bjóri of mikið, aðrir ekki, sumir komu út úr skápnum en fóru aftur inn...já það er svo margt sem að gerist á góðu kvöldi :) Annars var bærinn svo svo svo stappaður af ofurölvuðu fólki þegar að ég var að trítla að ná í kaggann að mér hálf brá, dauður eða ælandi maður/kona í hverju horni og skoti....svaðalegt .... Ætlaði að kíkja í annað afmæli á Fornhagann til annarra einstaklega fagurra kvenna en eitthvað hóaði á mig heim í kotið...sem var bara ljúft.
Magnað hvað fólk verður alltaf gáttað þegar að maður vill ekki eða nennir ekki að vera að drekka, alltaf einsog það sé eitthvað að hjá manni...æi það er bara gaman...."ha, ertu hætt að drekka"...."ha, er ekki allt í lagi"..."ha, ertu á penesilíni"...thíhíhíhí...þetta fékk ég á laugardaginn...alveg sama þó að maður sé í dúndrandi stuði og dansandi....það er einsog að það sé bara skylda að maður drekki ehehe...já fólk er frábært...
En jæja, kveðjunni hefur verði kastað börnin góð....njótið daganna...
Urðzið
|
Engin ummæli:
Skrifa ummæli