Alveg finnst mér furðulegt hvað það er alltaf einhver einni "færslu" eða mínútu á undan að skrifa færsluna sem að ég ætlaði að skrifa...heheh
En á sama tíma er það svo notalegt, var alltaf alveg viss um að það væri nú örugglega enginn í sömu pælingum og ég og það sæi nú enginn lífið einsog ég (eða svipað) en raunin virtist nú heldur betur vera allt önnur :)
En það er samt pínu mínus fyrir mig því að ég hætti alltaf við að blogga þegar að ég hef lesið eitthvað í svipuðum dúr e-h staðar annarstaðar....eða geymi það í nokkra daga...einsog síðustu daga...maður gæti allt eins hætt að blogga sjálfur og farið bara og verið svona kommentari í staðin...verið rosa duglegur að segja skoðanir sínar á kommentakerfi allra annara... :)
(niiii, djö yrði maður nú böggandi þá ehehe) Annars er ég rosa kommentafælin, er svo oft sem að mig langar að segja eitthvað en ég bara þori það hreinlega ekki ... heheh....þarna brýst "fólksfælnisdvergurinn" fram í mér :)
Kanksi maður ætti að stíga inní óttann og fara að kommenta hmmmm
Engin ummæli:
Skrifa ummæli