11 janúar 2005

...amma ó amma...

...dríng dríng...síminn hringir (tók fuglasöngshringinguna af þegar að hún fallega amma mín hélt að náttúran væri mætt heim til hennar og inní bíl...hehe)

* Urður, ég var að velta því fyrir mér - ég held að ég hafi eyðilagt tölvuna mína...
* Nú, ha-hva meinarðu, þessa nýju?? Af hverju heldurðu það amma mín??
* Nú sjáðu ég pikka og pikka á stafina en ekkert gerist á skjánum..
* Er hann alveg dauður?
* Ha dauður, hvað ... hvað segirðu??
* Er hann bara alveg svartur??
* Ha, já - alveg svart
* Og er kveikt á honum, skjánum semsagt??
* Já alveg viss um það, það logar lítið ljós á tækinu á gólfinu...
* Já en á skjánum sjálfum??
* Nei það var búið að loga svo lengi á því ljósi, ákvað að slökkva á því bara...


ég elska ömmur

Engin ummæli: