28 janúar 2005

...hetjur....

...vá hvað ég varð orðlaus í gær þegar að Idolið var sett á...alveg magnaður andskoti sem það er eheheh. Þetta fólk er upp til hópa brilljant og barasta hetjur í mínum augum (ekki kanski í mínum eyrum en ó well).
Ef að maður pælir í því, að trúa nóg á sjálfan sig bara til að standa uppá einhverju sviði fyrir framan algjöra "pro" syngjandi og tilbúinn til að láta þá hakka mann í sig...það finnst mér brilljant. Flestir sem voru spurðir hvernig þeim fannst sér hafa gengið - fannst þeim nú bara hafa gengið ágætlega þó að útkoman hefði kanski verði einsog það væri verið að gelda Lagarfljótsorminn, já og ekki vantaði ánægjuna á útlitið hehe....æi mér finnst þetta bara snilld og mikið þykir mér gaman að horfa á þetta :) Fólk sem fer í Idol fær sko klapp frá mér...bara fyrir að þora og trúa svona asskoti mikið á sjálfan sig thíhíhí :) Ef maður gerir það ekki sjálfur, hver gerir það þá??
Svo er íslenska Idolið í kvöld, finnst það nú ekki alveg jafn spennandi, hvorki dómarar, keppendur né kynnar....en jú horft skal á þetta og haft gaman að...held með henni Heiðu litlu og vona svo innilega að hún vinni :)

Engin ummæli: