...langar að vera í útlöndun og labba á milli gallería, listhúsa og kaffihúsa...skrifandi póstkort á línuna og drekkandi framandi kaffi....*slurk* Fara á skemmtilega tónleika með böndum sem að ég hef aldrei heyrt minnst á og og og.....já verð að viðurkenna að útþráin er í meiri kanntinum á þessum bænum í dag en það er líka bara í góðu lagi, er það ekki *bros*. Annars er ég búin að ákveða að fara í 1 stórt ferðalag þetta árið og er byrjuð að tala við fólk sem þekkir fólk sem gæti hugsanlega mögulega reddað ódýrari ÖLLU.....staðirnir sem að koma til greina (er búin að kötta niður listan þó nokkuð og þessir sátu eftir)
* Bolivia (Bjó þar, þekki fullt fullt fullt af góðu fólki og kannast við mig - feels like home)
* Egyptaland (Hef aldrei komið, þekki engan sem hefur komið og þetta land hefur alltaf verið mjög ofarlega á lista hjá mér..held að það séu fá lönd sem væru e-h meira öðruvísi og framandi m.v. Ísland)
* S-Afríka (Komin með heimboð - heillar mjög mjög mjög....úfff)
* Japan (Áttu frænku sem að bjó þar og sögurnar þaðan er dásamlegar, úr smábæjunum þeas....)
Úfff, get ekki ákveðið mig, en hef smá tíma til þess....hvert mynduð þið fara??
Engin ummæli:
Skrifa ummæli