07 janúar 2005

Jæja, gleðilegan föstudag litlu dýr...Maður er skriðin á lappir, eða lagðist nú barast aldrei niður - varð svo heppin að lenda í smá óhappi á þriðjudagsmorguninn og afleyðingarnar af því eru tognun í baki, hálsi og marðar vöðvafestingar...úfff, ekki gott...mæli ekki með þessu.....ekkert búin að sofa síðan á þriðjudaginn og er útlitið og skapið í takt við það *bros* Annars fékk ég svo yndislega skemmtilegt bréf í morgunsárið frá plúsinn.is að það bjargaði alveg deginum hjá mér....
Til hamingju Urður
Þú hefur unnið 20.000 kr
Sendu mér bankanúmer og kennitölu og peningurinn verður lagður inn hjá þér
Bestu kveðjur
XXXXX
Plúsinn...
vííí, mig langar að fá svona mail á hverjum degi :) Að vinna tuttuguþúsundkall fyrir að skoða auglýsingar og segja hvernig mér finnst þær með einu klikki er barasta snilldin ein :)
Nú á maður fyrir öllum þessum myndatökum og meðölum sem að maður er að poppa útaf bakinu...úff, hvað læknisþjónustan er orðin dýr nú til dags (eða var hún alltaf svona dýr ??), það liggur við að maður þurfi að selja líffæri til að getað læknað annað .... En það var svo asssskoti myndalegur læknirinn sem að skoðaði mig og sem er með mig að þetta er í lagi.....ég varð eiginlega einsog hálfviti þegar að ég fór í skoðun, fór eitthvað að tísta í mér heheh *blikkblikk*....en já það var bara gaman...kanski maður fari og hlaupi á tré og slasi sig nú aðeins meir svo að maður þurfi nú að fara aftur....en já síðustu dagar hafa farið í heita bakstra og mikið verið að fylla á hitapokann á heimilinu og gengið í hringi.......held ég þurfi að fresta því að fara á steppnámskeið eða stunda stangastökk........

Engin ummæli: