01 janúar 2005

...2005...

Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og bara velfarnaðar á nýju ári...vona að það verði fallegt og gott við ykkur öll!!
- já og svo auðvitiað vil ég þakka viðskiptin á liðnu ári :)


Gærkvöldið var nú barasta fullkomið, horfði á brjálaðann landann sprengja frá sér allt vit. Við vorum rosa góð og styrktum í stað þess að sprengja og gerðum það með gleði bara..Var frekar spæld að brennunum var aflýst, alltaf stemming að fara uppá brennu, maður er búin að fara ár eftir ár og sjá sömu andlitin..en well veðurguðirnir réðu í þetta skiftið...Ég verð nú bara að segja að ég var ótrúlega sátt við skaupið þetta árið..kanski er þetta að lifna við eftir nokkuð margra ára lægð sem að það hefur verið í !?!?
Fór í smá party, var bara bílandi og skemmti mér konunglega, kíkti aðeins inná Hressó - skoðaði fólkið og hafði gaman að....síðan vaknaði maður bara eiturhress í dag og nú skal haldið í nýársboð....ætlar þetta át aldrei að taka enda ??
Jamm og jæja...vona að þið hafið öll skemmt ykkur vel í gær og að árið byrji fallega...

Engin ummæli: