06 janúar 2004

...Kaldaljós...

Góðan daginn góðir hálsar og gleði á nýju ári!!! Vona svo innilega að allt hafi nú verið fallegt og gott hjá ykkur yfir hátíðarnar...allir hafi verið góðir við alla...."öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir"....
Ég gleymdi alveg að segja ykkur frá Kaldaljósinu sem að ég fór á Nýjársdag....úff mikið svakalega er þetta vel heppnuð mynd í alla staði....ég er alveg dolfallin.....það er svo langt langt langt síðan að ég hef séð góða íslenska mynd....eða sko mynd að mínu skapi....það er allt mjög flott við þessa mynd, myndatakan er snilld...tónlistin er æði og leikurinn er bara guðdómlegur!!! Ég verð að viðurkenna það að Áslákur Ingvarsson sem að leikur annað aðalhlutverkið í þessari mynd stal algjörlega senunni....hann er bara svona 100% natural....úff....hann slær pabba sínum (Ingvari E. Sigurðssyni) alveg við!! Já ég semsagt mæli alveg 110% með þessari mynd....jú hún fær einn mínus myndin og það er "snubbóttur" og "skrítinn" endir.....það er pínu einsog leikstjórinn hafi sagt "jæja klippum bara hér og förum heim" en snubbóttur endir situr minna í mér heldur en falleg myndin í heildina!!!!!
Ef að þetta væri bók....myndi ég með stolti setja hana 7 hillu...
(þið sem að lásuð bókadómana skiljið hvað ég er að fara)
Jæja, gleði gleði í dag og ekkert nema gleði!!
knús
Urðsi




Cute
<<>>???What Kind Of Angel R You???<<>>( Anime Pics )

brought to you by Quizilla

Engin ummæli: