
..andlaus og þreytt
..ætli það sé ekki bara veðrið sem að fer stundum svona með mann, að maður verður eitthvað svo andlaus og þreyttur?
Komst á það stig í gær að ég var of þreytt til að fara að sofa - komst yfir þreytuna, en of þreytt til að lesa og of þreytt til að gera nokkurn skapaðan hlut...magnað alveg og á sama tíma alveg óþolandi. Að sjálfsögðu þarf maður að "borga fyrir" það í dag að hafa ekki sofið í nótt...namm - dagurinn líður hægt.
Mikið búin að spá i svefni og svefnvenjum í dag út af þessu öllu saman, s.s. öllu þessu svefnleysi í mínu koti að undanförnu....vitiði hvað Clinophobia er??
Magnað...ég vissi ekki að þetta væri til, en jújú - allt er nú til virðist vera...það er s.s. "Clinophobia: An abnormal and persistent fear of going to bed. Sufferers from clinophobia experience anxiety even though they realize that going to bed normally should not threaten their well-being. However, because they worry about having nightmares or wetting the bed, they often remain awake and develop insomnia. Insomnia then can become a real threat to their well-being.
"Clinophobia" is derived from the Greek "klinein" (to bend, slope or incline, as one does during sleep) and "phobos" (fear). Another medical term containing "clino-"is "clinodactyly" meaning a finger that is curved to the side.
Clinophobia and Fear of Going to Bed"
Guð hvað ég er fegin að þjást ekki af þessu, maður ætti bara að taka Pollýönuna á svefnleysið og líta á björtu hliðarnar - vera guðs lifandi fegin að þurfa ekki að búa yfir hræðslu við rúmið sitt og að fara uppí það...jebbbbs...en , þið sem eruð haldin þessari fóbíu eða einhverri annarri getið andað rólega því að sjálfsögðu er lækning til sölu á netinu...hmmmm...allt er til sölu á netinu virðist vera...
..hmm - ætli ég sé að gera illt verra fyrir "fóbífólkið" að hafa svona mynd af girnilegu rúmi (í mínum litla huga) þarna efst...hmmm..vona ekki *heh*..
Ætli það sé til svona samtök fyrir fólk með þessa fóbíu ?? ... "eitt rúm í einu" svona einsog einn dagur í einu..... jaaaaá - þetta er í raun og veru ekki lauslæti sem hrjáir landann heldur er megnið haldið "Clinophobia" og getur ekki sofið "eitt" og er að gera rétt "eitt rúm í einu"...hmmm kúld bí?
Topp tíu ástæður fyrir því að Silvía Nótt eigi að keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision 2006.
#10 Eurovision er ekki kirkja, fólk tekur þessari keppni alltof hátíðlega. Það má alveg fokka aðeins í þessum evrópubúum með smá einkahúmor, við erum ekkert að fara að vinna þetta hvort sem er.
#9 Hommi og Nammi, eða hvað sem dansararnir hétu. Hve svalir voru þeir? Ótrúlega svalir, svo svalir voru þeir.
#8 Sigga Beinteins að syngja bakrödd, hún er í bleikum sokkabuxum.
#7 Lagið, það er ofboðslega grípandi og mann langar að heyra það aftur.
#6 Viðlagið, þú færð viðlagið á heilann. Það er bara þannig.
#5 Minnistæðisleiki, muniði eftir einhverju erlendu Eurovision lagi sem var ekki grín ("Waterloo" og danska lagið er ekki tekið með)? Væri ekki gaman ef fólk mundi muna eftir okkur.
#4 Silvía Nótt, hún á það skilið. Væri líka ekki gaman ef Evrópa mundi brengla staðalímynd Íslendinga aðeins?
#3 Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, bara til að fá að heyra'ann hlæja aftur.
#2 Það sem það er ekki, það er ekki sungið af Geir Ólafs eða fyrrum Idol keppanda, það fjallar hvorki um vin Bobby Fishers eða ömmu Ómar Ragnarssonar, það stendur enginn upp frá píanói sem heldur samt áfram að spila í því...
#1 Það er svalt, alveg eins og Ísland.
Vil óska Silvíu og genginu velgegni og vona innilega að þau taki þetta næstkomandi laugardag.
Btw, minnir Garðar Cortez einhvern annan á vondakallinn í "Men in Black"?
Geimveruna sem var ekki alveg vön húðinni sem hún var í.
Fékk þetta í mellu núna rétt áðan og fannst tilvalið að setja þetta á bloggið...eruði sammála eða sammála??
Engin ummæli:
Skrifa ummæli