06 febrúar 2006

..breytingar..

..jebbsí, nú er sko gleðilegur mánudagur! Sólin skín, fólkið brosir og breytingar framundan! Gæti maður beðið um það betra?
Nú er mín búin að segja upp í vinnunni sinni og ég verð nú að viðurkenna að ég var nett stressuð að fá ekki vinnu og verða eitthvað dóla mér á bótum og enda þunglynd með barn og kaupandi mér kött - eða eitthvað...en neims...atvinnutilboðin lalla inn hægt og rólega og þetta lítur bara ansi ansi ansi vel út fyrir mína konu, ekki annað hægt að segja en að ég brosi allan hringinn í dag...
Gleðilegan mánudag..vona svo innilega að hann verði jafn lúfur við ykkur og hann er við mig...!!

Engin ummæli: