..geisp..
...febrúar, febrúar, febrúar...alltaf finnst mér jafn magnað hvað tíminn flýgur hratt - pæli í því oft á dag held ég.
Finnst það hafa verið í gær sem;
* ..húbbabúbbaæðið reið yfir landið
* ..hipphoppgallarnir sem allir létu sérsauma á sig komust í tísku..
* ..að það þótti "töff" að vera í síðum grænum vaxjökkum..
* ..að það var byrjað að selja donuts í ísl. bakaríum..
* ..að ég fermdist..
* ..að bróðir minn og systir komu í heiminn..
* ..að ég eignaðist erfingjann..
* ..ég fór í fyrsta prófið mitt
* ..að ég fór í fyrsta atvinnuviðtalið mitt
* ..að ég beið eftir fyrsta launaseðlinum..
* ..að ég varð ástfangin..
* ..að ég fór út sem skiftinemi..
* ..að maður fór út í leiki á kvöldin..
* ..að maður átti 3ja mánaðar sumarfrí..
* ..að maður beið spenntur eftir bréfi..
* ..að, að, að
...jebbs áður en við vitum af verðum við komin á eftirlaun og farin að skrá okkur í hópferðir til Mallorca með eldriborgurum - því við erum nú í "félaginu"...
...jebbs, tíminn líður hratt ... á gervihnattaööööld ...
...gaman að því - la vida es bella!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli