21 febrúar 2006

..að hætta "á undan sér"..

..Alveg ótrúlegt, nú er mín á fullu að leyta sér að "mannsæmandi" vinnu á og er að sjálfsögðu búin að segja upp í "draumalandinu" mínu og það merkilega er, er að ég er svo löööööngu hætt í huganum - hafiði ekki lennt í þessu? Þetta er ekkert smá óþæginlegt....
Ég læt það að sjálfsögðu ekki bitna á samstarfsfólki mínu að ég sé í "þessu ástandi" og vinn vinnuna mína alveg sem skyldi..en ég er samt ekki að nenna því.
Ég líka hét því að sá næsti sem að skyldi fá "mitt" djobb skildi sko EKKI taka við því einsog ég gerði á sínum tíma - ó dear lord.....ég er bara ekki þannig. Vill alltaf skila frá mér öllu 113%...einhvernveginn hafa "hreint borð" þegar að ég hætti - einsog flestir vilja held ég....
En já, endilega komið með einhver ráð handa mér...ég byrja að telja niður mínúturnar í heimför á sama andartaki og ég "stimpla mig inn" á morgnanna..ég barasta skil þetta ekki. Ég get ekki beðið eftir að komast í eitthvað nýtt, læra eitthvað nýtt og kynnast nýju fólki...og held að það sé að trufla mig alveg svakalega...vildi óska að það væri til "ömmuráð" við óþolinmæði...svona einsog að drekka á hvolfi eða láta mér bregða til að losna við hiksta...hmm...matarsóti í skóna, var það við óþolinmæði eða táfýlu??
....hafið það gott í dag öllsömul

Engin ummæli: