19 janúar 2006

slabb, slabb, slabb..

Góðan daginn litlu dýr...jæja maður fær víst það sem að maður biður "ekki" um stundum...slabbið góða er mætt - og komið til að vera víst!
Afmælisveisla Kollzunar var með eindæmum skemmtilegt og vel heppnað - juuu hvað Liljan er myyyyyndarleg í kökunum og heitu réttunum, hún fær sko alveg fullt hús stiga fyrir allt saman - vantar ekki "húsmóðurgengin" á það heimilið!!
Annars er bara allt mjög ljúft og gott að frétta, erfinginn heldur (ef allt stenst) norður yfir heiðar á morgun og get ekki sagt að ég hlakki mikið til...en jújú það er víst í góðu lagi...ég þarf þá bara að finna einhverja aðra afsökun til að halda eldsnemma út á laugardagsmorguninn og renna mér í brekkunum á snjósleða *glott*..
Í litlu bauninni minni svamla um margar pælingarnar þessa dagana - húsnæðismál, vinnumál, landa/heimsálfumál og annað þvíumlíkt..úfff - erfiðar ákvarðanartökur en skemmtilegar segi ég nú bara..
Jæja ætlaði nú bara að kasta á ykkur kveðju í morgunsárið...og vona að dagurinn verið nú góður við ykkur....

Engin ummæli: