16 janúar 2006

..á mánudögum..

...leggst stundum yfir mig svona...*langar að gera allt annað en það sem ég á að vera að gera púki* .... úff - erfitt að berjast við þann djöfulinn...
...annars vona ég nú að helgin hafi verið ljúf og góð við ykkur litlu lömb...snjórinn er yndislegur - finnst ykkur það ekki?? Ég og erfinginn erum meira og minna búnar að vera úti að gera snjóengla og renna okkur niður brekkur á snjóþotum síðan klukkan 5 á föstudaginn..bara gaman! Mæli með því fyrir jafnt unga sem aldna...úff, ekkert smá frískandi og bara skemmtilegt!!
..Nú eru útsölurnar alveg að æra alla - allir að keppast við að setja lífið á "léttgreiðslur" - gaman að því. Ég get ekki sagt að ég sé útsölu eða fatafrík mikil og held ég kunni ekki að tapa mér á svona "sprengidögum"...en ég hef þann veikleikann að ég gæti vel tapað mér á tónlistar og bókaútsölum...og úffff...þær eru líka að byrja...spurning um að loka sig af í nokkra daga :)

Engin ummæli: