02 janúar 2006

...eitthvað voðalega mjúk í dag...

..jebbsí gleðilegt nýtt ár öllsömul!!
Æi hvað ég vona að gamlárkvöld hafi nú runnið ljúflega niður hjá ykkur öllu, hvað áramótaheitin frægu hafi verið "sangjörn" sjálfum ykkur, hvað árið 2005 hafi verið fallegt við ykkur og hvað árið 2006 leggist vel í ykkur öll!! Þessa óska ég í það minnsta!!

Mikið ofboðslega þótti mér þetta skrítin jól og áramót - það kom helgi og í henni voru jólin svona *úps* síðan kom bara ósköp venjuleg vika, önnur helgi og *úps* aftur áramótin og nýársdagur..einsog ekkert væri eðlilegra...fannst vanta svona pínu hátíðarfílinginn í þetta...en jú báðar helgarnar voru fallegar og yndislegar og ég er ótrúlega sátt!!

Við mæðgur eyddum áramótunum í húsi móður minnar, borðuðum besta mat sem til er, heimatilbúin ís og íslenskt lamb....horfðum saman á "svipmyndir af liðnu ári", áramótaskaupið, ávarp forsætisráðherra , fórum á brennu og skunduðum uppí Perlu að horfa á himininn skifta litum og taka á sig allskyns myndir...
...einsog mér finnst þess sprengjuhefð skemmtileg, falleg og einstök þá finnst mér hún líka hálf brjálæðisleg..en það er bara ég (og margir aðrir..heh)..! Ég horfi alltaf á þessa dýrð alla með hálfgerðu samviskubiti...allt sem við gætum gert og allir þeir sem virkilega þurfa á þessum pening að halda...einhverstaðar heyrði ég að hálfur milljarður hefði lýst upp himininn þetta kvöldið....æi ég veit það ekki...
Síðan var bara algjör náttfatastemming frá heimkomu og fram að deginum í dag, rétt fór úr þeim til að vinna í klukkutíma í gær og beint í þau aftur...las, pússlaði og naut tímans í botn...

Ég tók/tek glöð á móti nýju ári..full af tilhlökkun og bara hamingju....það gerðist alveg ótrúlega marg fallegt, misfallegt árið 2005...en þannig er nú bara lífið...var að velta þessu fyrir mér í gær að síðustu 10 ár 1996-2006 held ég án efa að séu bestu ár ævi minnar og ár sem hafa mótað þá manneskju sem ég er í dag...

* Eignaðist dóttur mína..
* Kynnist pabba mínum uppá nýtt..
* Kynntist án efa bestu vinum mínum (og betur þeim gömlu)..og hef kynnst svo mikið af fallegu fólki...vinir sem koma og fara víst, en er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast...
* Varð ástfangin í fyrsta skiftið..
* ...ástarsorgin...sem er svo fallega ljót..
* Hef horft uppá fólkið í kringum mig blómsta, mishratt og vel...en hef fengið að fylgjast með og ég elska það...
* Hef "reynt" að standa með múttu minni í hennar 10 ára veikindastríði....sem hefur bara gert mig sterkari..
* Hef ferðast ótrúlega víða...fiðrildið í mér mjög þakklátt fyrir það...
* Dauðinn ber víst alltaf að dyrum á öllum bæjum...held hann sé aldrei velkominn...en er sterkari fyrir vikið...
* Hef fundið út hvað ég vill og hvað ég vill ekki...sem ég veit að ég mun vera að læra allt lífið reyndar...en bara gaman að því...alltaf skemmtilegast að kynnast sjálfum sér...

..æi ég veit það ekki, gæti haft listann endalausann held ég...en ég er bara ótrúlega sátt og þakklát fyrir allt - myndi ekki breyta neinu ef ég gæti það get ég sagt án þess að blikna...ég er nefnilega ein af þeim sem trúi því að allt hefur ástæðu og allt gerist af því það á að gerast....nú er bara að halda áfram að vinna úr því sem að lífið færir manni...og það geri ég með bros á vör..dagarnir eru misgóðir, þannig er lífið...og ég elska það...

....Gleðilegt nýtt ár og takk takk takk fyrir allt !!

Engin ummæli: