13 janúar 2006

..jæja þá er búið að landa loðnunni...eða DV

..æi veit ekki alveg hvað ég að á segja um allt þetta mál...
...jú ég skrifaði undir ásamt 10% af þjóðinni...
....En hvað svo...

...ætla að stela færslum frá Kolls og Dills sem gætu ekki hafa orðað þetta betur...

(Dills, 11.jan.)
Þvílíkur æsingur í íslensku þjóðinni í dag. Eðlilega. Karlmaður féll fyrir eigin hendi eftir að risastór mynd af honum og ljótur texti birtist um hann á forsíðu DV í gær. Auðvitað er þetta ósmekklegt, sérstaklega í ljósi þess að hann er ekki dæmdur sekur né það kemur varla málinu við hvort hann sé einhentur eða ekki. Enn og aftur ganga þeir of langt í ósmekklegheitum að mínu mati. Það má endurskoða vinnuaðferðir hjá DV, ég skrifaði undir þá áskorun í dag.

EN!

Mér finnst hins vegar hið allra besta mál að DV láti vita að það sé verið að rannsaka kynferðisafrot gagnvart drengjum á Íslandi. Slíkum málefnum er yfirleitt troðið undir kodda og útí horn. Þannig meðferð hefur umræðan um kynferðisofbeldi almennt fengið í gegnum tíðina. Síðan "forsíðustefna" DV hófst fyrir 2-3 árum hafa mál um kynferðisabrot fengið miklu meiri athygli. Og ég er mjög ángæð með það. Íslendingar eiga að fá að vita hversu algengur glæpur þetta er, þeir eiga að fá að vita að vinir og kunningjar eru að nauðga vinkonum sínum og um afa og frændur sem eru að snerta yngri fjölskyldumeðlimi á óeðlilegan hátt. Þetta er ógeðslegur glæpur og það á ekki að loka á þetta og láta eins og ekkert sé!

Í dag eru allir í Hafnarfirði að deyja úr samviskubiti yfir því að hafa aldrei gert neitt, aldrei sagt neitt, eða bara hjálpað á sínum tíma. Öllum finnst pabbi Thelmu og systra hennar ógeðslegur sem og vinir hans og viðskiptavinir. En hvað ef einhenti kennarinn var alveg eins og pabbi hennar Thelmu? Þarf þá ekki að vekja athygli á því strax, en ekki eftir 20 ár? Ég tek ofan fyrir þessum ungu piltum sem þora að ganga fram og viðurkenna það að þeir hafi verið misnotaðir. Það er ekki algengt að heyra af slíku. Ég vona að þessi múgæsingur og heita umræða í dag eigi ekki þátt í því að láta fórnarlömb hætta við að tilkynna og kæra ef til þess kemur.

Já ég segi múgæsingur því allir hafa tönglast á "saklaus uns sekt hans er sönnuð" í allan dag, oj oj ritstjórn DV...osvfr. Sem er alveg rétt (ég er búin að taka fram að mér þykir óþarfi að birta mynd og fíflalegan texta). Bíddu já svo er sektin sönnuð og hvað fá kynferðisafbrotamenn í dóm??? Æ stundum finnst mér mannmorðsdómur í DV á dæmdum mönnum bara vega upp á móti lélegs ramma dómkerfis okkar. Mér finnst kerfið gera lítið úr öllum þessum fórnarlömbum sem eiga við sárt að binda. Mér finnst ekki bara... Ég veit það.


(Kolls, 13.jan.)
Mér finnst meðal annars að NFS og Kastljósið séu í engu betri en DV í fréttaflutningi eftir að hafa horft á Mikael og Jónas sallarólega í viðtölum sitja fyrir því að fréttamennirnir sem tóku viðtalið töluðu niður til þeirra og voru á ENGAN hátt hlutlausir. Allt þetta mál er orðið að eintómum Nornaveiðum eins og einhver orðaði svo vel ...NORNAVEIÐAR til að grafa DV.
Ef Björgúlfsfeðgar eru tvisvar sinnum búnir að reyna að kaupa DV til að reyna að loka því af hverju höfum við þá aldrei heyrt um það fyrr ???? þetta kallast að auglýsa sig í miðjum sorgunum ..og sýna hvað þeir eru góðir kallar ??? sá enga ástæðu til að tilkynna þetta í miðjum látum nema til að auglýsa sig.

Og hvernig dettur fólki í hug að kalla ritsjóra DV morðingja....??? Blaðið var ekki komið út þegar maðurinn tók líf sitt og fyrir utan það þá tók hann sitt líf alveg sjálfur !!!! það er allavega mitt álit.




...einsog ég segi - það er alltaf einhver einu skrefi eða pikki á undan að blogga nákvæmlega það sem maður er að hugsa....á maður ekki bara að fara að copy-peista og hætta að röfla sjálfur??..*glott*

Engin ummæli: