...gleðilegan mánudag...
...frábær helgi afstaðin, held ég hafi bara ekki átt jafn frábæra helgi í laaaaaangan tíma...
Fékk Mjallhvítina í kaffiheimsókn á föstudagskvöldið og skelltum okkur síðan í kvikmyndahúsið, sáum myndina Rumor has it, fínasta velluræma bara - svona ekta amerísk súpa, æi þið vitið!
..þar sem að maður var erfingjalaus var vakað laaangt frameftir að snattast eitthvað - svolítið svona einsog ég væri að vaka bara til að vaka *heh*...en kotið var sjænað hátt og lágt, er núna alveg "splingsplingfínnt"...ótrúlega notó.
Laugardagurinn fór síðan í smá vinnu og bakstur/eldamennsku - fékk til mín frítt föruneyti um kveldið....Mrs. Peacock mætti fyrst á svæðið og snæddum við dýýýýýrindis skyndibitakvöldverð saman og horfðum með öðru auganu á júróvisjónútsláttarkeppnina - hmm....get ekki sagt að ég hafi verið hrifin af neinu lagi, fannst Regína standa sig vel en var ekki að fíla dúið..fannst hún minna mig eitthvað á Princess Lea - eða æji þarna gelluna úr StarWars *heh*....mér fannst einstaklega fyndið þegar að Ómar nokkur Ragnarsson stökk inná svið og fór að blístra (í laginu sínu n.b.) - sumir bara fastari en aðrir í saaaaama farinu...æi ég veit ekki - get ekki sagt að ég sjái Íslendinga lenda ofar en í 16 sæti með neinum af þessum lögum....en það er víst nokkur laugardagskvöld eftir af þessu og kanski bætist eitthvað betra í lagapokann...en verð samt að segja að ég er nokk ánægð með að ákveðið hafi verið að gera þetta svona "grand"...og er ekki frrrrrá því að ekki errrrrr hægt að finna skýrrrrrrrrrrmæltarrrrrri mann en Garrrrrðarrrrrr *heh*...loksins alvöru júró!
...en jæja ó well....þegar að júróið var að enda bönkuðu turtildúfurnar Mrs. White og Pro. Plump uppá og þá hófst geimið....við sátum að spilum og á beit til rúmlega 4 um nóttina...bara gaman - galsinn var orðinn allsvakalegur undir lokinn, fólk orðið þvoglumælt og svefndrukkið..hef sjaldan hlegið jafn mikið - ekki með fólki heldur að því..
Komst að nokkru sniðugu um þetta teimi....Held að Mrs. Peacock hafi slegið öll met þetta kvöldið, komst allavegana að því að hún er sigurvissari en andskotinn, með mæjónes og Indverja (eða hreiminn) á heilanum og roðnar einsog karfi....*heh*
Mrs. White er með svona innbyggt kennaraeliment og þekkir betri helminginn (Pro. Plump) betur en hann sjálfur, breskari hreim en 130% breti - getur reyndar skift um hreim eftir pöntun - held samt að sá þýski og breski séu toppurinn..tókst allavegana að sjá fyrir mér breskan aðalsmann og þýska mjaltarstúlku þegar að hann brá sér í gervi "smart".... Pro. Plump eeeeeelskar ávexti og grænmeti - myndi örugglega vilja lifa á því "morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur"..ávextir ávextir ávextir....hmmm - eða var það öfugt?...hann er með króníska augnsýkingu og þarf örugglega að fjarlæga augað við hné, gúlpurinn er farinn að síga, hann er EKKI með kennaraeliment fyrir 5aur og verður rauður einsog humar og þá meina ég blár einsog hvalur þegar að hann fær hláturskast.....og já....bæði Mrs. Peacock og Pro. Plump klára matinn sinn - dugleg!!
...jáms samansafn af snilldareintökum og mikið af mjög óútskýranlegum mómentum þetta kvöldið.....fær alveg fullt hús stiga í mínum bókum!!
Þegar að liðið skreið út undir morgun fór mín að vaska upp en varð að taka það í skorpum þar sem að galsinn greip mig og mín fór að engjast um í hláturskasti bara ein með sjálfri sér - frekar geðveikislegt móment örugglega ef að það hefði verið áhorfandi...en bara gaman að því....
...síðan var bara lúrt til hádegis, farið og unnið smávegis..skriðið aftur heim og í bleiku náttfötin, gleraugunum skellt á nefið og bók lesin .... mmm.....skellti mér á beit í föðurhúsum og reyndi að hafa heimsóknina ekki langa því að ég heyrði náttfötin kalla á mig .... æi bara nooooootarleg helgi..namm namm namm...vona að ykkar hafi nú líka verið ljúf...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli