23 desember 2004

....ótrúlegt...

...hvað allt er auðvelt og smellpassar í bíómyndunum..heheh...stundum vildi ég óska að lífið væri svona einfalt (einsog það er í bíó ss) en stundum er ég svo guðslifandi fegin að svo er ekki .... T.d. í bíó gengur það upp að vera bara í Bónus að versla í makindum sínum, maður stendur fyrir framan klósettpappírsrekkann að teygja sig í 12 saman í pakka og *úps* þið teygið ykkur í sömu pakkninguna og áður en þið vitið af eruði saman á deiti - and live happely ever after....æi skiljiði hvað ég meina *bros*....Æi var að horfa á e-h svona bíómynd í sjóbbanum rétt í þessu og fór að pæla í þessu...hehe....
Held ég sé bara orðin svo þreytt og úrvinda af öllu jólastressinu að ég er bara röflandi um ekki neitt...but hey þið þurfið ekki að lesa meir *bros*
Held ég sé bara búin með mest allt fyrir jólin, bara 2 gjafir eftir að pakka inn og koma þeim frá mér og þá er allt "listo". Erfinginn kominn norður og er í góðu yfirlæti þar, verður skrýtið að hafa hana ekki hjá sér svona yfir jólin, en hey það koma víst önnur jól eftir þessi.....alveg magnað hvað fólk er gáttað þegar að ég segi þeim að sú stutta verði með/hjá pabba sínum yfir jólin - einsog það sé bara einhver regla eða óskrifuð lög að börn eigi að vera hjá mömmum sínum eða þið skiljið....HVAÐ ER ÞAÐ....æi, get ekki alveg útskýrt hvað ég er að reyna að segja hérna - er bara að láta tuð annars fólks fara í taugarnar á mér ..... ég hef alveg komist að því hvað ég ætla mér ALDREI að gera og hata að horfa uppá aðrar einstæðar mæður gera og það er að nota börnin sem svona einhverskonar "vopn" .... vá er alveg að sjá það á hverjum degi næstum því og fæ alveg fyrir hjartað ....
Úff, komin út fyrir jólaandann hérna..heheh....nú er bara að hætta að hugsa um e-h svona niðurdrepandi....henda sér í góða sturtu og skríða undir sæng....Búa sig undir brjálæðisdag á morgun í vinnunni...það er bara gaman, allir í fínum fötum - mikil stemming í miðbænum....fullt fullt að gerast, hvet alla til að rölta í bæinn, tónleikar, upplestrar og alskyns uppákomur....
Góða nótt og dreymi ykkur fallega litlu lömb...

Engin ummæli: