09 desember 2004

..námskeiðin góðu....

ALLIR VELKOMNIR
AÐEINS FYRIR KARLA

Athugasemd: námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt hvert námskeið

Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:





FYRRI DAGUR

HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT
*Skref fyrir skref með glærusýningu

KLÓSETTRÚLLUR ? VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM?
* Hringborðsumræður

MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel)

DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA
SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?
* Pallborðsumræður - nokkrir sérfræðingar

AÐ TAPA GETUNNI
Að missa fjarstýringuna til makans ?
* Stuðningshópar

LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi ?
* Opin umræða

SEINNI DAGUR

TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR
AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?
* Hópvinna og hlutverkaleikir

HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT
HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM
* PowerPoint kynning

SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
* Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar

ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT
AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?
* Ökuhermir

AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR
Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA
* Fyrirlestur og hlutverkaleikir

HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
* Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni

AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR
OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR
* Komdu með dagatalið þitt í tímann

AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ
AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR
* Einstaklingsráðgjöf og samtöl

Engin ummæli: