16 desember 2004

bakstursdella....

Jæja þá hefur bakstursæðið algjörlega náð tökum á okkur mæðgum (eða kanski bara mér...). Erum búna að "skella" (hljómar svo mömmu/ömmulegt að segja þetta hehe) í 2 sortir og erum að fara að vinda okkur í konfektgerð í kvöld eða á morgun....djísús hvað þetta er gaman...Leyfði prinsessunni að þeyta smá í gær sem að henni þótti að sjálfsögðu ótrúlega framandi og spennandi...en eldhúsið var líka einsog vígvöllur á eftir...heheh...Henni þótti nú ekkert sérlega gaman að hnoða - nema jú einn plús, það varð alltaf smá svona deig eftir á puttunum sem að hún gat svo hentuglega "óvart" stungið uppí sig...heheh...
En já, jólaandinn alveg komin yfir litla kotið okkar...við í góðum gír að baka og skrifa jólakort á kvöldin, erum búnar að fá okkur þetta líka fína og kanski pínu of stóra jólatré sem bíður bara eftir að vera skreytt....úff....þessi jólin leggjast ekkert smá vel í mig - verða skrítin þar sem að erfinginn fer norður með pápa sínum yfir blá-jólin en svona er þetta...við höldum svona "litlu" jól þegar að hún kemur til baka og höfum það svo blússandi fínnt um áramótin.....
Annars held ég að sveinki hafi verið á fylleríi eða í karókí niðrá Ölveri í nótt því að hann kom ekki og setti pakka í skóinn heldur var honum skutlað innum póstlúguna....hmmm

Engin ummæli: