23 desember 2004

...Láki...

Þorlákur er bara mættur á svæðið og allt að gerast, alveg magnað hvað tíminn er fljótur að liða...finnst það bara hafa verið í gær sem að ég átti afmæli og þá var einmitt verið að tala um að nú væru sko jólin að nálgast..well þau eru nú barasta á morgun...nokkuð sátt við allt mitt - allt klappað og klárt ... gleði gleði gleði dagur í dag....allt svo yndislegt og allir svo glaðir...ótrúlega sátt við landann í dag því að það verða sko svo sannarlega "bókajól" ef marka má söluna í bókabúðunum...víííííí......leggi frá ykkur símaskrárnar og takið upp jólabækurnar....
Jæja, sölugreddan alveg að fara með mig - best að halda áfram að brosa framaní heiminn og kúnnann og selja meira...selja selja selja...
jólaknús til ykkar allra......

Engin ummæli: