25 október 2004

...uppáhalds....

Dísus, það er allt of mikið af flottum og áhugaverðum bókum að streyma inní litlu búðina þessa dagana....hlakka svo til um jólin þegar að manni gefst e-h tími til að hanga bara heilan dag í náttfötum með smákökur og góða bók...namm...það er samt svo skrítið hvað jólin byrja alltaf fyrr með hverju árinu, áður en maður veit af hættir fólk bara að taka niður jólaskrautið á þrettándanum og hefur jól allt árið...af því að það tekur því ekki lengur að taka það niður...það er voða freistandi að hafa bara jóla allt árið - en samt ekki ..... greyið fólkið með "hlaðkort" (kreditkortin) það væri bara "jólavísa" um hver mánaðarmót...úfff...
Já en aftur að bókunum góðu...það ss var að koma út nýja bókin hans Dan Brown "Englar og Djöflar"..hún er reyndar löngu komin út á ensku (mæli eindregið með því að fólk lesi hana frekar á ensku) og hún er bara algjör snilld, mér þykir hún betri heldur en Da Vinci lykillinn...annaðhvort er fólk algjörlega sammála mér eða ósammála - það er einsog það sé enginn millivegur með þessa bók, eða þá bara bækurnar hans yfir höfuð! Önnur bók sem að ég ætla að lesa og var að koma er eftir einn af mínum uppáhalds uppáhalds höfundum Paulo Coelho "Ellefu mínútur"...sami höfundur og skrifaði "Alkemistann" (fyrir þá sem að kannast við hana) sem er án efa uppáhalds bókin mín...held ég sé búin að lesa hana svona skrilljón sinnum og fæ barasta aldrei nóg....finnst ég alltaf vera að lesa hana í fyrsta skiptið...elska svoleiðis bækur, það eru alveg til nokkrar svoleiðis....
þetta er einsog með fólk...ég á td nokkra vini sem að ég er alltaf að kynnast meira og meira, þið vitið, maður er alltaf að kynnast nýrri og nýrri hlið - samt er maður búin að þekkja viðkomandi í LANGAN tíma og hefði haldið að maður þekkti viðkomandi nokkuð vel eða bara...æi ég get ekki útskýrt þetta....bara brilljant tilfinning
Úff...farin að tala vrugl núna...þá er víst best að hætta bara...vona að helgin hafi verið góð við ykkur...

Engin ummæli: