...við mæðgurnar fórum uppá spítala í gær til ömmunar, bara svona að smella á hana kossi og vera yfir matartímann með henni og svona..litli engillinn/erfinginn/skæruliðinn/prinsessan sló öll met í að heilla fólk uppúr skónum...Við fórum allavegana út með fullt af blómum, sem að fólk hafði verið að fá gefins frá vinum og ættingjum en litlan mín er bara svona sæt að fólk varð að gefa henni blómin af því að hún var alltaf að kyssa og strjúka blómin og tala um hvað þau væru nú falleg og "ynisleg"..heheh....henni tókst örugglega að klára allt nammið á öllum stofum, borðaði mat með hjúkkunum og fékk að horfa á barnatímann með e-h konu sem að ég hef ekki hugmynd um hver er..hehe...þær eru orðnar bestu pellar bara...láu þarna saman og horfðu á imbann einsog þær hefðu ekki gert annað alla ævi...heheh...
Well ferðin endaði þannig að hún litlan mín var með vasana fulla af alskyns læknadóti sem að hjúkkurnar höfðu gefið henni, sem er ekki frásögu færandi nema þá að í lyftunni detta út sprautur heheh...ég svona "taktu nú upp sprauturnar elskan mín, við skulum fylla þær þegar að við komum heim og leika okkur með þær....." Gamla parið í lyftunni horfði á mig einsog ég hefði verið að lemja dóttur mína í höfuðið með klaufhamri...............HALLÓ....dú æ ker...nó...ég fékk brjálæðislegt hláturskast sem að ég gat ekki stoppað og ég held að fólkið hafi haldið að ég hafi sloppið af geðdeildinni þarna og rænt þessu barni e-h.staðar frá...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli