Takk takk þið öll fyrir frábær afmæliskveðju sms/e-mail/komment, hringingar etc......
Afmælisdagurinn var ansi hæðóttur ef að svo má að orði komast en endaði ótrúlega vel og rólega....æi bara svona einsog ég vildi að hann endaði *glott* ... Ég fékk hund í afmælisgjöf í gær, lítill, loðinn og þögull og gaf ég honum nafnið "Kisi" - hver þarf að fá sér Sekúrítasörryggiskerfi til að passa uppá heimilið þegar að maður á svona tipptopp öryggishund hmmm :)
Vaknaði eldsnemma og eiturhress í morgun og þakkaði mikið fyrir það að vera ekki þunn og lufsuleg í dag! Er búin að fara að vinna smá, taka til aðeins hérna heima í kotinu mínu, fá mér ótrúelga góðan kaffibolla og nú er stefnan tekin heim til múttu minnar þar sem að við erum að fara í skóleiðangur - úff hvað mig kvíður fyrir...veit fátt erfiðara en að finna mér skó! Ég er voða mikið þannig að mér þykja hlutir klæða alla aðra alveg svínvel en þegar að ég máta flíkina þá verð ég einsog Gremlins í sundbol - "eitthvað mis". Í kvöld er svo stefnan tekin til fjöllunar þar sem að uppáhaldsuppáhaldsuppáhalds maturinn minn verður á boðstólum og ætla svo að reyna að skella mér á Jazzinn á Borginni...ef að ég næ því ekki er stefnan bara tekin (einsog er hehe) undir sæng og e-h góð mynd í tækið...en ég meina það er planið núna, ég er samt svo erfið - svolítið svona einsog veðrið...En jæja, best að halda áfram út í daginn...bara takk aftur fyrir kveðjurnar og ég vona að dagurinn í dag verði góður við ykkur öll!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli