08 október 2004

..skrítnufólkadagur...

..ja nú er sko þokkalega "skrítnufólkadagur" í dag...er búin að lenda í 5 nöttkeisum og klukkan er rétt skriðin 10 - úff...ætli þetta sé upphitun fyrir "skrítnufólkahelgi" , vona ekki...byrjaði daginn með sækósímtali frá ljúfri (hmpfrrr) gamalli konu....

*Góðan daginn - hefurðu litið út um gluggann

*Fyrirgefðu - ha?

*Með hvalveiðarnar, það er nú gott að hvalirnir við Íslandsstrendur eru ekki fullir af skít einsog hvalirnir í Canada

*Ömm já segðu

*Dóttir mín er flugkona og hvað get ég gert ef að ég týni henni, það er ekki einsog stjórnvöld þarna niðurfrá myndu gera e-h í okkar málum

*Ömm nei, eða

*Já, glugginn var brotinn á efri hæðinni á Laugarveginu í nótt..Þú skalt sko fara og fylgjast með unga fólkinu í bænum klukkan 11 í dag...vittu bara til

*Já, geri það - hvað gæti ég átt von á að sjá

*Þú sérð það bara þá.........

...og allt þar fram eftir götunum, við erum að tala um að kella talaði við mig í gott korter....um EKKERT. Ég kveð og skelli á, inn kemur sendill dauðans með bækur og hættir ekki að tala um hvað eg sé stinn og sæt í dag og hvað allt kvennfólki sé að breytast til batnaðar....bladibla....úfff....svona koll af kolli...veit ekki hvar þessi dagur endar eiginlega..

Engin ummæli: