11 október 2004

...kvíðahnútur...

úff..helgin er búin að vera MJÖG spes, sérkennileg, ljúf, falleg, stressandi, vinnusöm, þreytandi, átakanleg og góð...er búin að vera með GÓÐU fólki og njóta hverrar mínútu alveg í botn...en held líka að ég hafi átt einn af erfiðari dögum sem að ég man eftir í gær...mamsan mín (besti vinur minn) var að fara í aðgerðir í morgun og í gær var maður uppá Lansa að fá það beinnt í æð hvað væri verið að fara að gera við hana...djö hvað ég var/er lítil í mér af stressi núna, er að bíða eftir að doksinn hringi í mig og segji mér að allt sé í lagi, allt hafi gengið vel og að nú fari allt að ganga hjá þeirri gömlu...samt veit ég að það eru alveg nokkrir klukkutímar eftir...hmmm...kvíðahnúturinn í bumbunni minni núna er svo stór...úffff..
Það er bara að krossleggja fingur og tær.......þetta fer allt saman vel!! Held samt að hjúkkan sem að ég talaði við hafi átt svolítið stórann þátt í því að gera mig pínu neikvæða og stressaðri ....hún var í því að segja mér frá ÖLLU sem gæti gerst og mætti alls ekki gerast í þessum aðgerðum....Þegar að líkurnar eru 50/50 að hún komist í gegnum þessar aðgerðir verður maður svolítið utan við sig....hefði ég átt að taka mér frí í vinnunni og sitja á sveittri biðstofu innan um fólk sem að ég þekki ekki neitt og telja sekúndurnar ... eða fara í vinnuna og vera þar sem að mér líður vel, með fólki sem að mér líður vel í kringum...hmmm....ææææiiiii.......hrmpf....
Æi, ætla að hætta - best að fara bara að vinna einsog mófó og dreifa huganum...vona bara að helgin hafi verið góð við ykkur lömbin mín og að vikan verði betri....

Engin ummæli: