...vá vildi óska að þessi helgi hefði varað aðeins lengur...hún var algjört YNDI...mikið spókað sig í sólinni - ekki frá því að maður hafi bara fengið smá lit í kinnarnar og fleiri freknur á nebbann, farið aðeins út fyrir steypuklessuna, borðaður ís, buslað í garðsundlaug, borðaðir ostar og vínber, dekrað við erfingjann, góðar stundir með góðu fólki, góðar myndir leigðar, gluggað í frábærar bækur...æi þið vitið...ein af þessum helgum sem að allt var fullkomið...eða það er víst ekkert fullkomið - það varð allt eins fullkomið og það gat orðið!! Góð hleðsla á batteríin fyrir erfiða viku framundan...guð minn góður hvað ég hlakka til að komast í sumarfrí...fer ekki fyrr en um miðjan júlí en maður er svona farin að plana og ákveða hvert maður á að fara og hvern maður á að hitta og svona...langar helst að setjast bara uppí bíl daginn sem að ég fer í frí og fara bara með tjald og fínheit og koma bara ekkert í bæinn fyrr en ég á að stimpla mig aftur inn úr sumarfríi....elta bara góða veðrið....
Hvar ætlið þið að bíta gras í sumar lömbin mín - hvað er planið - hvert er stefnan tekin!?!?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli