..já það er ekki hægt að segja annað en að ég sé bara ólétt - já af sko hugmynd....þetta lýsir sér alveg eins finnst mér...
Voða spenna svona fyrstu mánuðina, þetta er leyndarmál þar til að allt er orðið öruggt...maður er að fylgjast með hugmyndinni stækka og dafna í laumi og alltaf með eitthvað svona skítaglott á andlitinu....
Síðan er komin yfir 3-4 mánaða hættuna - maður er búin að fá einhver svör og einhverjar staðfestingar og þá getur maður farið að segja svona sínum nánustu, eða þeim sem að maður vill að viti og þeir geta svo séð um að dreifa orðrómnum ....
thíhíhíhí....já mætti segja það að ég sé ólétt af hugmynd/bólu og sé komin vel á 4 mánuð...veit hvort kynið það er en ætla að halda því leyndu fyrir öllum öðrum í smá stund í viðbót...
Já það ríkir sko gleði og mikil spenna hjá mér þessa dagana....vííííííííí...
Sólin skín, túrhestarnir með flottu mittistöskurnar eru mættir á svæðið...leikskólahóparnir eru að flykkjast í bæinn í skærgulu endurskynsvestunum sínum og litli kúlúlaga trúbadorinn hlýtur að fara að mæta fyrir utan 10-11 von bráðar....djö líst mér vel á þennan dag...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli