28 júní 2004

...Hver samdi reglurnar...

...undanfarið hefur mér blöskrað fordómarnir i fólki..
Góður maður á besta aldri hér í bæ ofbauð sjálfum sér um daginn. Þetta er maður kominn á fimmtugsaldurinn, hamingjusamlega giftur, börnin farin að heiman, hann í góðri vinni og lífið lallar áfram bara einsog hjá hverjum og einum. Well það líður og daginn og dóttir hans elsta sem er búin að eiga sama manninn (hálfur mexikani) í 6 ár tilkynnir í fjölskylduboði fyrir þónokkrum mánuðum að nú færi að fjölga í fjölskyldunni. Jú það greip um sig þessi gleðistraumur hjá öllum í boðinu, nema fjölskylduföðurnum..jú jú barnabarnið yrði þá hálfur Mexikani og væntanlega pínu brúnni en meðal Íslendingur...Hann svona kyngdi stoltinu og auðvitað lék þann leik að hann væri svo hamingjusamur með þetta allt saman, alveg sama leikinn og hann var búin að leika síðustu 6 árin - en innst inni var vonin alltaf sú að ekki myndi þetta samband ganga upp.....Well, líður og bíður - 9 mánuðir lalla hjá fjölskyldunni og fjölskyldufaðirinn fyllist meira og meira ógeði yfir allri þessari óhamingju sem að mun ríða yfir fjölskylduna þegar að litli fjölskyldumeðlimurinn kemur í heiminn...Rennur upp sá dagur að símtalið góða kemur - allir bruna á uppá Landsann til að sjá nýja erfingjann...spennan og eftirvæntingin er að fara með alla í fjölskyldunni...rétt áður en að maðurinn kemur að stofunni þar sem að dóttir hans liggur stoppar hann og frýs..þar stendur hann í góðan hálftíma stjarfur - svolítið einsog heimsendir væri á næsta leyti og hann hefði verið að uppgvöta að það skipti engu máli hvort að hann færi afturábak eða áfram til hægri eða vinstri því að allir færu jú sömu leið...hmmm
Hann bítur í sitt SÚRA epli og gengur inná stofuna...á móti honum tekur fegursta og hamingjusamasta bros dóttur hans sem að hann hefur séð/upplifað/fundið fyrir og stór brún augu lítils drengs horfa beinnt inní sálina hans...
Maðurinn bráðnar og hefur ekki haft augun af þessum litla dreng...Í dag varð snáði 2 mánaðar gamall og ég held að ég hafi ALDREI á ævi minni vitað stoltari afa....ég fékk sms frá afanum þar sem að hann var að bjóða mér í 2 mánaðarafmæliskaffi....
Hvað þarf til að fólk hætti þessum fáránlegu fordómum....þessi maður var með fordómafyllri mönnum sem að ég hef um ævina kynnst - hann hefur lifað og hræst í rúm 40 ár fullur af ógeði gagnvart fólki sem er e-h öðruvísi en hann...og í dag er hann svo fullur af eftirsjá og ógeði gagnvart sjálfum sér fyrir öll þessi 40 ár...

Hver setti eiginlega þessar reglur, hvaða máli skiptir hvaða trú maður hefur, hvort maður trúir, hvaða litarhaft, hvaðan maður kemur...hver var/er það sem að ákveður að þessi sé betri en hinn/þetta sé betra en hitt....fólk er orðið svo brenglað að það er óhugnarlegt...Ég vann með konu sem að gat ekki afgreitt svartann mann af því að hún þyrfti þá að taka við peningnum sem að HANN/ÞAÐ hefði snert....

Úff, sorry börnin góð, lennti bara í smá atviki áðan sem að gerði mig svo reiða að ég varð að fá að rasa smá....bara gleði from náú on...

Engin ummæli: