...jæja, farið að styttast í að þessi vinnudagur sé búin...hlakka mikið til kvöldsins...það er svona venja í minni famelíu að á föstudögum er ég alltaf með svona tilraunaeldhús þar sem að ég elda eitthvað lostæti...og ég verð nú bara að segja það að ég hef ekki ennþá klikkað, búin að skrifa niður allar þessa fáránlegu og fáránlega góðu rétti sem að maður hefur verið að malla saman...ég er meira að segja að fara að elda einn réttinn fyrir vinsurnar hennar múttu í e-h heljarins matarboði í næstu viku...þá hlýtur hann nú að vera ætur...það er ótrúlega skemmtilegt að fara í búðina og velja efni/mat (bannað að kaupa eitthvað sem að er hálftilbúiðbúllsjitdót) sem að maður hefur ALDREI prufað áður og vinna sig síðan út frá því...úff ég er alveg farin að slefa úr svengd og spennu... *bros*
Stefnan um helgina er að hafa það rólegt og gott...njóta góða veðursins (ef að það verður) og bara slappa af...fara svo á Sjómannadagshátíðina á sunnudaginn....
TIL HAMINGJU með daginn SJÓMENN (á sunnudaginn-á eftir að gleyma að segja það þá *bros*)
Ég óska ykkur bara öllum gleðilegrar helgar börnin góð...NJÓTIÐI!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli