14 júní 2004

...fjársjóður...

ohhh...ég elska það að eiga vini sem að búa út á landi eða í útlöndum, eiginlega bara út af því að þá get ég sent þeim bréf...æi þið vitið á gamla góða mátan...flöskuskeytin...eða ekki..
Ég elska hvað tækninni hefur fleytt fram en á sama tíma hata ég það...það er þvílíkur kostur að geta hent saman í eitt ópersónulegt bréf og mailað því á nó tæm..einsog td á þjónustufulltrúann sinn í bankanum þegar að allt er farið í fokk....
finnst ykkur ekki skemmtilegra að fá bréf gegnum lúguna, þið vitið handskrifað með kaffibollafari og svona...guð ég elska það....enda tel ég mig vera duglega að senda fólki bréf...ég á öll bréf sem að ég hef fengið í gegnum tíðana í svona fallegum kassa og það er ekkert smá GAMAN að lesa þetta eftir öll þessi ár...algjör fjársjóður
Já það má vel vera að nú teljiði mig geðveika...en svona er ég bara *bros* Gaman fyrir erfingjana mína að lesa þetta þegar að ég er löngu farin...fyrstu bældu ástarbréfin og svona...Ég er líka með svona skrifáráttu einhverja...sem dæmi (annað en öll þessi bréfaskrif) þá hef ég haldið dagbók frá því að ég var 13 (að verða 14 heheh) og ég er komin á bók 42 hihihi....vantar ekki málþörfina...held að þetta sé alveg besti sálfræðingur sem að til er...svona dagbók.
En já, helgin mín var með eindæmum góð...vill bara þakka "föruneyti fagurra kvenna" fyrir frábæra gestristni og vona að leikurinn verði endurtekinn sem fyrst.....
Spurning dagsins er samt sem áður "Hver í andsk...pissaði í sófann á Fornhaganum???"

Engin ummæli: