11 september 2002

*veif*
Namm, namm, namm............ohh...er að bíða eftir Subway-inum mínum *slurk-slef*.......ég er orðin svo svöng, er búin að naga helminginn af takkaborðinu AF.....
Fínasta, fínasta veður, allir svo glaðir og í svo miklum galsa...........það er búin að vera mjög mikill púki í mér í dag.....bara gaman......
Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég er einhverfur, holgóma hundur ("hnoff, hnoff").......
Ég fór í kvöldkaffi (í gær) til Heiðrúnar Hamsturs og Hrönsu Fokkfeis og ég gjörsamlega tapaði mér, eða við vorum allar svona frekar einhverfar og geðveikar........drukkum svona 16 lítra af kaffi á mann og hlóum að öllu.........æi bara svona galsi dauðans, mjög gaman og gefandi. Þær stöllur eiga einn fyndansta og örugglega heimskasta kött sem að sögur fara af.......æi hann er nú ekkert svo heimskur, bara svona smá andlega skemmdur ! ......... Hann er svona með........hann heldur að hann sé varðhundur syndrome, ég bíð bara eftir þeim degi að hann byrjar að gelta......hann elskar að vera inní þvottavél......sjúga hárið á fólki sem að kemur í heimsókn, hlaupa á veggi og elta ýmindaðar mýs.........æi hann er algjört æði.......
Wellí wellí dagurinn byrjaði ofursnemma hjá mér, svaf bara í rúma 3 tíma........fékk svona hreingerningsæði þegar að ég kom heim úr KAFFInu hjá H&H í gærkveldi.......ihhihihih.......ofvirka gellan......víííí.......fór í alveg 3 tíma langa sturtu, eða ég leit allaveganna út einsog gömul rúsína *dead-sexy* þegar að ég fór úr sturtunni......held að hafi vakið allt hverfið með söngnum í sturtunni.........mikið svakalega finnst mér ég syngja vel þegar að enginn heyrir.....hihiihihih....það liggur bara við að manni langar að fara að gefa út disk og læti þegar að maður kemst í svona sturtusöngham *glott*.......Þetta er bara einsog þegar mar er að hlusta á eitthvað lag í útvarpinu (veit ekki hvort að þið hafið lennt í því, reikna nú samt fastlega með því hihihih) og syngur með....vá mér finnst ég syngja alveg eins vel og flytjandinn hihihhi .......
Jæja Subwayinn minn er kominn....best að fara og gúffa hann í sig *slurk*...........verði mér að góðu !!!
Ég er hvort eð er orðin svo einhverf að ég held að það sé bara best að ég skrifi ekki meir í bili !!!
*HNOFF-HNOFF*

Engin ummæli: