20 september 2002

*skurf*
Jæja nú er ég alveg að krepera hérna í vinunni......er ekki að nenna að lyfta litafingri og varla til að pikka þetta inn....en maður verður víst að gera eitthvað svo að tíminn líði nú *bros*.......vííí....ég á afmæli eftir nokkra daga bara, hlakkar í mér einsog litlu barni sko!!
Datt inná algjöra snillasíðu, það eru alveg brilljant sögur þarna sem að ég mæli með að fólk lesi. Drengurinn sem að skrifar og semur á skilið að fá "Gunnarsskrúfblýantinn"......wellí kíkið á hana Himnaríki.......úúúfff.....nú er ég farin að fá svona undarlegt lúkk frá bossinum mínum þannig að mar ætti kanski að fara að sinna vinunni sinni..........úfff...er ekki að nenna því......heilinn er ekki enn farinn í gang........
Er líka farin að kvíða fyrir að hitta fullkomna helminginn af fjöllunni minni í Gullboðinu hjá Ömsu og Afa í kvöld.....*hrollur*.....er ekki einhver til í að fara fyrir mig bara, góður matur, kökur, vín og svona...........
Við stelpurnar erum að spá í að fara út í fjöru, ná okkur í kópa - sauma okkur skó, binda klúta um hausinn, setja í okkur "heiðu" fléttur og skella okkur svo á Pocahontas.is ball í kvöld..........*hrollur*.........á Gauknum í kvöld...hihi..bara gaman....ég beila nú örugglega samt á síðustu mínútu.......
Jæja ætla að hætta að röfla í bili, það er víst verið að kalla á mig fram *bros*.........................Hafið það bara gott um helgina.........og njótið þess að vera "feit, falleg og frískleg"...............


Smáauglýsing dagsins:
Til sölu Colgate Ultra Turbo 2000 GTi rafmagnstannbursti, árg. '99.
Fullt af aukahlutum, s.s. fjarstart, sjálfhreinsislím, vetrarbursti, lo-profile batterí o.fl., o.fl.
Tannbursti í toppstandi. Skipti athugandi! Verðtilboð !
Uppl. í síma 588 5522

Engin ummæli: